fbpx

Haustferð Gæðastunda

Event details

  • Fimmtudagur | 12. september 2024
  • 09:30
  • Pilestredet Park 20
Þá er komið að dásamlegu haustferðinni okkar í Gæðastundum.
Í ár ætlum við að skoða Hadeland glassverk og Kistefos.
Dagskrá dagsins lítur svona út:

Hittumst í Ólafíustofu kl 9:15.

Rútan fer kl 9:30 frá Ólafíustofu.

Við hittum leiðsögumanninn okkar kl 11:00 í Hadeland þar sem hann kynnir okkur fyrir töfrum staðarins.

Í Hadeland borðum við hádegismat saman og svo liggur leið okkar áfram að Kistefos. Það er góður tími á milli áfangastaða til að skoða sig aðeins um sjálf/ur líka.

Við fáum frábæra leiðsögn í Kistefos áður en við göngum svo um svæðið og skoðið öll dásamlegu listaverkin saman.

Búumst við því að vera aftur í Ólafíustofu kl 17:00.
Fer eftir umferð og öðrum þáttum. Þannig tímasetningin á heimkomu er með fyrirvara um breytingar.

Skráning er nauðsynleg hjá Berglindi í tölvunetfangið berglind@kirkjan.no.

Skráning rennur út á miðnætti þann 4. september.

Ferðalag og hádegismatur er í boði Íslensku kirkjunnar í Noregi.

Hlökkum til að sjá ykkur