Event details
- Sunnudagur | 11. september 2022
- 15:00
- Hammersborg Torg 8B, 0179 Oslo
Sunnudaginn 11. september kl. 15 verður hátíðarguðsþjónusta í Sænsku Margaretakirkjunni í Osló.
Það er sérstakur heiður að hafa Mótettukórinn í heimsókn frá Íslandi, en kórinn mun leiða almennan söng og flytja fallega tónlist í messunni undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Sr. Inga Harðardóttir predikar og þjónar fyrir altari.
Messukaffi verður á sínum stað með kaffi, kökum og góðu samfélagi.
Kl. 16.30 heldur Mótettukórinn svo stutta og hugljúfa tónleika sem hefjast á því að Þjóðsöngurinn fær að fylla hvelfingar kirkjunnar. Á dagkrá tónleikanna eru þekktar perlur sem endurnæra sálina, m.a. Smávinir fagrir, og Hver á sér fegra föðurland, mótetta eftir Brahms og fleira fallegt.
Verið hjartanlega velkomin!