fbpx

Hátíðarmessa og 17.júní hátíðarhöld í Þrándheimi

Event details

  • Laugardagur | 18. júní 2022
  • 14:00
Þann 18. júní höldum við upp á þjóðhátíðardaginn okkar góða.
Hátíðarhöldin hefjast með ljúfri guðsþjónustu kl 14 í Bakke kirkju þar sem Kór Kjartans leiðir söng og syngur undir stjórn Hilmars Þórðarsonar, og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Sr Inga Harðardóttir leiðir stundina.
Eftir guðsþjónustuna verður kaffihlaðborð og ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir Íslendinga á öllum aldri!
Nánari upplýsingar um viðburðinn koma fljótlega.
Hátíðin er samstarfsverkefni Íslendingafélagsins í Þrándheimi og Íslensku kirkjunnar í Noregi.
Verið hjartanlega velkomin! Húrra!