Event details
- Sunnudagur | 8. september 2024
- All Day
Það er komið að ferðinni sem við mörg höfum beðið lengi eftir.
Þegar himinninn er bleikur í Norefjell og kuldinn úti er farinn að bíta okkur í rauðar eplakinnarnir.
Þá ætlum við að kveikja upp í arninum og búa til notalega samveru og yndislegar handavinnuminningar í Íslendingahúsinu í Norefjell.
Skráning er nauðsynleg á palina@kirkjan.no.
Það er pláss fyrir 25 manns í ferðina.
Gisting og matur er ykkur að kostnaðarlausu. Farið verður á einkabílum.
Við sameinumst í bíla og skipuleggjum það saman.
Við sameinumst í bíla og skipuleggjum það saman.
Boðið verður upp á rólegheit, sjálfsstyrkjandi verkefni, rólegar gönguferðir í nærumhverfinu, teygjur á morgnana og örstuttar jógaæfingar fyrir handavinnustundir dagsins.
Það er stutt í spa hótelið í Norefjell fyrir þá sem vilja (ekki innifalið í helginni).
Hlökkum til að eiga saman með ykkur notalegar stundir í Norefjell.