Event details
- Sunnudagur | 5. nóvember 2023
- 16:00
- Fritzner gate 15, 0264 Oslo
Falleg tónlist, kveikt á kertum, fyrirbænir og góðar minningar, hlýtt og vinalegt samfélag, súpa og nýbakað brauð, sunnudagaskóli og skapandi efniviður… eitthvað á þessa leið verður samveran á sunnudaginn sem við vitum að verður nærandi og styrkjandi í haustinu.
Á Allra heilagra messu komum við saman og minnumst þeirra sem við höfum misst og söknum í einfaldri guðsþjónustu. Það verður flutt falleg tónlist, hugljúf orð og við kveikjum á kertum til að gefa sorginni og söknuðinum rými.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og krakkarnir eru með í upphafi messunnar og fara svo með yndislegu leiðtogunum sínum í safnaðarheimilið að syngja, leika og skapa eitthvað fallegt með höndunum.
Eftir messuna er boðið upp á ilmandi súpu og nýbakað brauð í samstarfi við Íslendingafélagið í Osló.
Prestur er sr Inga Harðardóttir og organisti Ketil Grøttingen.
Ketil stjórnar líka Ískórnum og leikur undir hjá Írisi Björk Gunnarsdóttur sópran sem syngur.
Ketil stjórnar líka Ískórnum og leikur undir hjá Írisi Björk Gunnarsdóttur sópran sem syngur.
Verið hjartanlega velkomin