Event details
- Sunnudagur | 5. febrúar 2023
- 18:00
- Pilestredet Park 20
Guðs orð og góður matur í Ólafíustofu
Sunnudaginn 5. febrúar verður boðið upp á einfalda guðsþjónustu í Ólafíustofu og kvöldmat á eftir.
Við erum alltaf að prófa nýjar leiðir í safnaðarstarfinu okkar og langar að nýta kirkjuheimilið okkar í Ólafíustofu á sem fjölbreyttastan hátt.
Við vonum að fólk geti átt sunnudaginn til hvíldar (sumir verða á þorrablóti kvöldið áður ) en vilji svo koma í Ólafíustofu kl 18 í einfalda guðsþjónustu.
Á eftir verður svo boðið upp á grjónagraut og vonandi slátur með, og öll fjölskyldan er velkomin til að ljúka helginni á ljúfu nótunum. Litir, leikföng og dund á staðnum fyrir yngsta fólkið.
Sr Inga Harðardóttir leiðir stundina og Jónína Aradóttir sér um tónlistina.
Verið hjartanlega velkomin!
ps. Langar þig að vera sjálfboðaliði hjá okkur? Okkur þykir alltaf vænt um aðstoð, og fyrir þennan viðburð eru verkefnin t.d. að hita grautinn, raða upp stólum á undan og ganga frá í eldhúsinu á eftir.
Inga og Pálína veita meiri upplýsingar ef þú hefur áhuga og tök á að vera með í teymi dagsins.