
Event details
- Laugardagur | 20. ágúst 2022
- 09:30
Við ætlum að bjóða upp á eina lengri gönguferð í sumar að Kobberhaughyttu i Nordmarka.
Þessi sjarmerandi skógarhytta er staðsett inn í miðjum skógi eða nánar tiltekið Nordmarka í Osló.
Staðsetningin grípur augað strax ásamt skógarkyrrðinni sem er allt um kring þarna.
Fyrir áhugafólk um hreyfingu og útivist er þessi gönguferð virkilega skemmtileg.
Gangan er alls 20 km.
Við leggjum í hann kl 09:30 frá Sognsvann í Osló. Þar eru góðar almenningssamgöngur og mjög góð bílastæði þar sem hægt er að leggja bílnum og hafa hann þar allan daginn.
Gangan telst krefjandi vegna km fjölda en farið er á góðum skógarstígum alla leið og því er gangan flestum fær.
Við tökum góðar pásur á leiðinni og njótum alls þess besta sem perlur Nordmarka bjóða upp á.
Það eru vötn á leiðinni sem hægt er að synda í ef áhugi er fyrir því.
Einnig er hægt að kaupa kaffi og aðrar veitingar bæði á Ullevålseter og Kobberhaughyttu.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skráning í ferðina er á palina@kirkjan.no