fbpx

Gönguferð 20. ágúst kl. 19.00 Sognsvann- Ullevålseter- Sognsvann

Event details

  • Föstudagur | 20. ágúst 2021
  • 19:00
Gönguferð þann 20. ágúst kl. 19.00
Sognsvann- Ullevålseter- Sognsvann
Lengd: 11 km
Mæting: kl 19:00 hjá boominu á Sognsvann
(nálægt sjoppunni )
Leiðin að Ullevålseter frá Sognsvann þekkja margir Oslóarbúar. Leiðin er afskaplega falleg á góðum göngustígum alla leið og því aðgengileg öllum.
Við göngum í rólegu tempói að Ullevålseter þar sem við setjumst niður og njótum staðar og stundar áður en við göngum sömu leið tilbaka.
Gönguleiðin er þæginleg með smá upphækkun í byrjun ferðar og þegar við nálgumst Ullevalseter.
Endilega takið með sundföt því það eru möguleikar á því að kæla sig í Sognsvann í lok ferðar ef áhugi er fyrir því.