Event details
- Fimmtudagur | 22. október 2020
- 18:00
- Kjellbergveien 31, 3213 Sandefjord
Jæja þá er þetta orðið að veruleika.
Eins og flestir vita þá hefur verið virkur hópur Gæðastunda í Ósló og hefur starfað undir væng Íslenska söfnuðarins og hittist reglulega.
Eins og flestir vita þá hefur verið virkur hópur Gæðastunda í Ósló og hefur starfað undir væng Íslenska söfnuðarins og hittist reglulega.
Nú ætlum við að einnig að fara af stað í Vestfold Telemark en í aðeins annarri mynd.
Við viljum ekki binda okkur við aldur, heldur horfa til þess að bjóða upp á starfsemi sem er öllum opin. Það er að segja fullorðnir einstaklingar sem vilja hittast sem fullorðnir.
Ætlunin var að fara á stað í byrjun árs en vegna aðstæðna gekk það ekki upp. Nú viljum við ekki láta þetta ástand stoppa okkur lengur og keyrum þetta í gang.
Fyrsti hittingur verður að Kjellbergveien 31, Sandefjord (heima hjá Ransý og Ingólfi) og þar verður boðið upp á skólastjóra súpu og spjall.
Við fáum menningarfulltrúa safnaðarins, Pálínu Ósk Hraundal á Skype fund og hún fræðir okkur um hvað hún og söfnuðurinn geta aðstoðað okkur við.
Einnig kemur formaður íslendingafélagsins Jötunn, Ingvar Ingólfsson, bæði til að kynna hvað er framundan og til að taka við og heyra þær hugmyndir sem þið kunnið að hafa um þessa hittinga.
Einnig kemur formaður íslendingafélagsins Jötunn, Ingvar Ingólfsson, bæði til að kynna hvað er framundan og til að taka við og heyra þær hugmyndir sem þið kunnið að hafa um þessa hittinga.
Við vonumst til að þetta mælist vel fyrir og fólk njóti þess að hittast á öðrum vettvangi en fjölskyldu hittingum, hlökkum til að sjá ykkur.