
Event details
- Fimmtudagur | 8. september 2022
- 12:00
- Pilestredet Park 20
Gæðastundir
Eru að jafnaði einu sinni til tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina, á fimmtudögum kl. 12 í Ólafíustofu.
Hér er hægt að koma saman og eiga notalega stund í uppbyggilegu samfélagi. Hittingarnir eru afslappaðir og mjög fjölbreyttir. Hér er t.d. boðið upp á fræðslu, upplestur úr bókum og ljóðum, hugleiðslu, fjöldasöng með undirleik og jafnvel íslenska kvikmyndasýningu. Þá verða einnig í boði gönguferðir með og án fróðleiks, innanbæjar og utan. Síðast en ekki síst er þetta gott tækifæri til að spjalla saman á okkar íslenska ylhýra og njóta samveru í góðum hópi.
Í haust verður farið í skemmtilega dagsferð sem við hvetjum ykkur til að láta ekki framhjá ykkur fara.
Við hefjum yfirleitt stundina með stuttri hugleiðingu og eftir það borðum við saman léttan hádegisverð. Vegna matarins er fólk beðið um að tilkynna þátttöku með því að svara SMS-skeyti sem er sent út eða hafa samband við Ólafíustofu í síma 22 36 01 40 (alla daga klukkan 10-14).
Verið öll hjartanlega velkomin.
Þið getið látið skrá ykkur í SMS-hóp og/eða tölvupósthóp Gæðastunda með því að hringja í Ólafíustofu eða senda tölvupóstpóst á berglind@kirkjan.no með nafni og símanúmeri og þá fáið þið sendar upplýsingar fyrir hvern viðburð sem fram undan er í sms skilaboðum.
Dagsetningar fram að jólum verða eftirfarandi:
8.september – haustferð til Oscarsborg
13.október – Silja Ósk vöruhönnuður og þjóðfræðingur með stutt erindi um fylgihluti
10.nóvember – Sendiherra Íslands í Noregi kemur í heimsókn.
8.desember – Hangikjötsveisla