fbpx

Gæðastundir í Ólafíustofu í Osló

Event details

  • 11. apríl 2024
  • 12:00
  • Pilestredet Park 20, 0176 Oslo
Verið öll hjartanlega velkomin í Gæðastundir í Ólafíustofu í Osló, einn fimmtudag í mánuði frá kl. 12.
Gæðastund er hugguleg stund þar sem fólk á öllum aldri hittist og á notalega stund saman.
Fólk sem á það sameiginlegt að eiga lausa stund á daginn, hvort sem það er vegna vaktavinnu, veikindaleyfis,
er hætt að vinna, er í fæðingarorlofi, er í hádegishléi eða bara langar að koma og vera með.
Dásamlegt tækifæri til að spjalla saman á okkar íslenska ylhýra og njóta samveru í góðum hópi.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð og að sjálfsögðu verður heitt kaffi á könnunni.
Síðasta hittinginn þann 13. júní 2024 ætlum við að bjóða ykkur á hádegisverð á Ekeberg og rölt um garðinn þar.
Við byrjum á tveggja rétta hádegisverði og eigum bókað borð kl. 12 á veitingastaðnum því  ætlum að hittast kl. 11.45 fyrir utan veitingastaðinn. Svo tökum við létt rölt um garðinn á eftir.
Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir söngfugl ætlar að syngja nokkur lög í garðinum.
Skráning er nauðsynleg á þennan hitting fyrir kl. 14 mánudag 10. júní vegna bókunar.
Skráning á berglind@kirkjan.no
Hlökkum til að sjá þig!

Hlökkum til að sjá þig!