fbpx

Gæðastundir í Ólafíustofu – ferðasaga frá Namibíu

Event details

  • Fimmtudagur | 9. nóvember 2023
  • 12:00
  • Pilestredet Park 20
Ævintýralegur fyrirlestur um Namibíu verður í Gæðastundum í nóvember.
Birna Hauksdóttir bjó með fjölskyldu sinni í Namibíu í mörg ár, ferðaðist mikið um þar og nágrannalöndin og endaði Namibíu dvölina með að keyra í gegnum Afríku til Evrópu, 8 mánaða ferðalag.
Hún heillaðist af Namibíu og sunnanverðri Afríku og finnst fátt skemmtilegra en að fá að kynna þessi lönd til ævintýra- og fróðleiksþyrstra ferðalanga.
Birna hefur búið í Osló ásamt fjölskyldu síðustu 14 árin og una þau sér vel þar, enda Noregur þekktur fyrir gott og fjölskylduvænt samfélag.
Verið hjartanlega velkomin.