fbpx

Gæðastundir – Haustferð til Oscarborg festning

Event details

  • Miðvikudagur | 7. september 2022
  • 09:00
  • Langkaia 1, 0150 Oslo

Við bjóðum í spennandi haustferð til Oscarsborg festning þann 7. september næstkomandi.

Farið verður frá Langkaia kl. 09. og er áætlaður komutími til baka kl. 17.45.

Frá bátnum fáum við nýtt sjónarhorn á Oslóarborg og njótum þessa að skoða arkitektúr og sögulega staði eins og Óperuhúsið, Akershus festning og Tjuvholmen. Báturinn siglir fram hjá Bygdøy þar sem sérstök bygging Fram safnsins sést vel á aðra hönd og dásamlega eyjaperlur Oslóarfjarðarins á hina. Það sem eftir er siglingar höfum við góðan tíma til þess að njóta fallegs landslags eyja og hólma og kannski einstaka vita.

Boðið verður upp á dýrindis hádegisverð úti í eyju og eftir matinn verður hægt að skoða söfnin og þessar söguríku slóðir með leiðsögn.

Þáttaka er ykkur að kostnaðalausu en nauðsynlegt er að skrá sig með fullu nafni fyrir mánudaginn 22. ágúst. með því að senda sms í síma. 948 40 756 eða í tölvupósti kirkjan@kirkjan.no.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þið viljið frekari upplýsingar, en ferðin á að vera mjög aðgengileg flestum.

Verið öll hjartanlega velkomin!