fbpx

Gæðastundir – gönguferð niður með Akers ánni

Event details

  • Fimmtudagur | 3. júní 2021
  • 11:00

Við ætlum að hittast 11:00 þann 3. júní á stoppistöðinni Stillatorvet/Frysja ganga þaðan.

Samgöngur:
Hægt er að taka lestina að Kjelsås stasjon, þaðan er örfárra mínútna ganga að Stillatorvet.
Einnig er hægt að taka strætó númer 54 eða 25 sem báðir stoppa á Stillatorvet.

Þriðji möguleikinn er að taka trikk sem stoppar við Kjelsås og þaðan tekur um 5-10 mínútur að ganga á Stillatorvet.

Leiðarlýsing:
Gangan hefst á Frysja og þaðan göngum við nokkuð rólega meðfram ánni alla leið niður að styttunni hennar Ólafíu í Vaterland garðinum í miðbæ Oslóar.

Gangan, sem er 8 km löng, er niður í móti nánast alla leið frá Frysja.
Fyrir þá sem ekki vilja ganga með okkur alla leið, þá finnast margir möguleikar á því að ganga með okkur hluta úr leið og það eru fleiri strætóskýli á leiðinni og því hægt að stoppa og taka strætó heim eftir hentisemi.

Gangan leiðir okkur í gegnum sögu og menningu borgarinnar á mjög heillandi og skemmtilegan máta.
Við verðum dugleg að taka okkur hlé og njóta alls þess sem þessi skemmtilega leið býður upp á.

Verið öll hjartanlega velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur.