fbpx

Gæðastundir í Ólafíustofu – Osló

Event details

  • Fimmtudagur | 13. febrúar 2025
  • 12:00

Verið öll hjartanlega velkomin í Gæðastundir í Ólafíustofu í Osló, einn fimmtudag í mánuði.

Gæðastund er hugguleg stund þar sem fólk á öllum aldri hittist og á notalega stund saman. Fólk sem á það sameiginlegt að eiga lausa stund á daginn, hvort sem það er vegna vaktavinnu, veikindaleyfis, er hætt að vinna, er í fæðingarorlofi, er í hádegishléi eða bara langar að koma og vera með.

Dásamlegt tækifæri til að spjalla saman á okkar íslenska ylhýra og njóta samveru í góðum hópi.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð og að sjálfsögðu er alltaf heitt kaffi á könnunni.

Dagsetningar vorsins eru eftirfarandi:

13. febrúar – Þorrastemmning
13. mars
10. apríl
15. maí

 

Verið öll hjartanlega velkomin 🙂