Event details
- Fimmtudagur | 12. október 2023
- 12:00
- Pilestredet Park 20
Það verður Gæðastund í Ólafíustofu fimmtudaginn 12. október frá kl. 12.
Gæðastund er hugguleg stund þar sem fólk á öllum aldri hittist og á notalega stund saman.
Fólk sem á það sameiginlegt að eiga lausa stund á daginn, hvort sem það er vegna vaktavinnu, veikindaleyfis, er hætt að vinna, er í fæðingarorlofi, er í hádegishléi eða bara langar að koma og vera með.
Dásamlegt tækifæri til að spjalla saman á okkar íslenska ylhýra og njóta samveru í góðum hópi.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð og að sjálfsögðu verður heitt kaffi á könnunni.
Hlökkum til að sjá þig!