fbpx

Föndurkvöld á Zoom

Event details

  • Fimmtudagur | 19. nóvember 2020
  • 20:00
  • https://us02web.zoom.us/j/84015468753
  • 95867739

Nú styttist í aðventuna og okkur langar að föndra með ykkur fallegt jólatré úr könglum í gegnum Zoom.

Þuríður Drífa Sigurðardóttir föndursnillingur með meiru ætlar að leiðbeina okkur hvernig við getum búið til þetta fallega aðventuskraut fyrir heimilið.

Hittumst á Zoom þann 19. nóvember kl 20:00.

Hlekkur á Zoom fundinn

Það sem þið þurfið :

Könglar
Safnið litlum og stórum könglum næstu daga af furu og grenitrjám. Þegar heim er komið er könglunum dreift á hlýjum stað, gjarnan á pappír. Könglarnir opnast þegar þeir þorna og eru þá tilbúnir í föndrið.

Límbyssa og lím

Keila (t.d. úr frauðplasti – fæst í föndurbúðum)

Hlökkum til að sjá ykkur á föndur Zoom og ekki hika við að hafa samband ef þið eruð óviss um það hvernig zoom virkar eða hvernig á að tengjast fundi, við leysum úr því í sameiningu.