fbpx

Vorhátíð í Sandefjord – Knattholmen leirsted

Event details

  • Sunnudagur | 22. maí 2022
  • 13:00
  • Knattholmen Leirsted
Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldu guðsþjónustu með Margréti Ólöfu Magnúsdóttir djákna.
Á þessu sinni höldum við vorhátíðina okkar 22.maí á Knattholmen leirsted.
Loksins gefst okkur tækifæri til þess að koma saman aftur á þessum dásamlega stað.
Við byrjum kl. 13 í kapellunni á fjölskyldusamveru.
Svo verður grillað og við fáum afnot af kanóum á svæðinu og njótum fallegrar náttúru á láði og legi.
Vinsamlegast látið vita hvort þið ætlið að mæta upp á innkaup á pylsum og tilheyrandi.
Allir koma með eigin drykki.
Frábær stund til að hitta aðra og rækta tengslin við samlanda okkar.