Event details
- Þriðjudagur | 21. september 2021
- 20:30
21. september næstkomandi ætlar Hlín Magnúsdóttir að koma til okkar og halda fyrir okkur mjög gagnlegan og áhugaverðan fyrirlestur.
Hlín heldur utan um samfélagsmiðilinn Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka, og hefur gefið út mikið af fjölbreyttu og skemmtilegu námsefni sem er ætlað til að auka skilning barna og unglinga.
Hlín ætlar að fræða okkur um aðferðir og hugmyndir sem við getum notað í hversdagsleikanum til þess að auka skilning og kunnáttu barna á íslensku.
Ásamt fræðslu ætlar hún að gefa okkur upplýsingar um verkefni sem við getum nýtt okkur eftir fyrirlesturinn til þess að halda vegferðinni áfram með krökkunum.
Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum og/eða þeim sem eru í daglegu starfi með íslenskum börnum og unglingum.
Fjallað verður m.a. um: –
Hvernig getum við aukið orðaforða barnanna okkar ? – Hvernig getum við vakið áhuga barnanna á íslensku? –
Hvernig getum við stutt við íslenskunám barna með námserfiðleika.