fbpx

Endurforritum heilann fyrir meiri sköpunargleði – fyrirlestur á Zoom

Event details

  • Fimmtudagur | 16. febrúar 2023
  • 20:30
Sköpunargleði er algjör ofurkraftur, hún gefur betri vísbendingu um árangur fólks í lífinu heldur en greindarvísitala þeirra, getur aukið hraða vaxtar fyrirtækja mikið, ýtt undir starfsánægju, aukið helgun starfsmanna, minnkað líkur á kulnun, dregið úr þunglyndi og kvíða og ýmislegt fleira.
Sköpunargleðin hefur verið rannsökuð í marga áratugi og niðurstöður benda á að við getum þjálfað sköpunargleðina okkar líkt og við getum þjálfað líkama okkar með æfingu.
Á þessum viðburði mun Birna fjalla um hvernig við getum þjálfað sköpunargleðina og náð meiri árangri í lífi og starfi.
Um Birnu Dröfn Birgisdóttur
Birna Dröfn hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík og hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði.
Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu. Hún er meðstofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður sem byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleðina.
Meeting ID  854 8188 3764