fbpx

Brauð með kæfu – fyrirlestur um næringarfræði // Steinunn Jósteinsdóttir

Event details

  • Fimmtudagur | 25. mars 2021
  • 20:30
Brauð með kæfu
Finnst þér flókið að borða rétt ? Hefur þú áhuga á að læra meira um næringu ? Ertu í vandræðum í búðinni með allar þessar flóknu innihaldslýsingar ? Hvaða ost er best að kaupa ? Kæfu ? Kjöt ?
Möguleikarnir eru margir og því geta þessar blessuðu búðarferðir reynst þrautinni þyngri. Sérstaklega í annasömum hversdagsleikanum þar sem tíminn er af skornum skammti. Og öll erum við með ólíkar þarfir og matarsmekk.
Betri yfirsýn og þekking kemur okkur langt. Steinunn ætlar að gefa okkur uppskrift að ,,aðeins betra matarræði“, ráð um hvernig velja á rétta matvöru og ekki minnst af hverju maður þarf að passa vel uppá það sem maður borðar.
Ef þér finnst flókið að setja saman hollann kvöldmat fyrir þig eða alla fjölskylduna, vantar hugmyndir og allt úrvalið ruglar þig í ríminu, þá er þessi fyrirlestur rétta svarið fyrir þig.
Endilega vertu með okkur í notalegri stemningu á Zoom, þar sem opið verður fyrir spjall og spurningar.
Þessi fyrirlestur er fullur af innblæstri og matargleði!
Steinunn Jósteinsdóttir er með með bachelor (BS) í næringafræði frá Atlantis Medisinske Høgskole í Oslo. Hún hefur lengi haft mikinn áhuga á mat og hefur verið í fullri vinnu við næringaráðgjöf. Núna vinnur hún í Bjørknes Høyskole en tekur að sér einstaka ráðgjöf í gegnum netið.
Sjáumst!
Meeting ID: 862 2339 7297