fbpx

Betri samskipti – betra samband

Event details

  • Mánudagur | 15. mars 2021
  • 20:30

Öll þurfum við að eiga í margskonar samskiptum á hverjum degi. Og góð samskipti hjálpa okkur að líða betur, eiga í nærandi tengslum og byggja upp sambönd þar sem við getum tjáð tilfinningar, getum bæði gefið og tekið á móti umhyggju og kærleika, átt erfiðu samtölin og tekist á við vonbrigði og særindi, sem fylgja öllum mannlegum samböndum.
En oft föllum við í vanann að ásaka, pirrast, halda að aðrir geti lesið hugsanir okkar eða skilið hvernig okkur líður án þess að við tölum um saman.

Herdís Pálmadóttir leiðir fjögur fræðslukvöld um hvernig við getum bætt samskipti okkar við fólkið í kringum okkur. Fjallað verður um hugsanalestur, sjálfsmynd, uppruna átakafælni, tjáningu tilfinninga og jafnvægi í samskiptum á einlægan hátt sem þáttakendur geta speglað sig í og skoðað hvernig samskiptum er háttað í sínu nærumhverfi.

Herdís er þerapisti í tilfinningagreind ( EQ- terapi), félagsráðgjafi og yogaleiðbeinandi, með mikla reynslu af ráðgjafavinnu með einstaklingum, pörum og fjölskyldum.

Slóðin á fundinn er hér

Meeting ID: 819 5763 4366

Næstu fræðslukvöld verða:
22.mars-29.mars-12.apríl

Fundurinn er stilltur þannig að þáttakendur koma án hljóðs inn á fundi