Event details
- Sunnudagur | 27. nóvember 2022
- 15:00
- Hammersborgtorg 8b, Oslo
AÐVENTUHÁTÍÐ 2022
Íslenska kirkjan í Noregi býður ykkur hjartanlega velkomin í hlýja hátíðarstemmningu í Sænsku Margareta kirkjunni í Osló þann 27. nóvember kl 15:00.
Aðventuhátíðin er einn af hápunktum ársins í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi og í ár njótum við þess heiðurs að fá til okkar UMBRA Ensemble sem mun bæði flytja lög á hátíðinni og halda fyrir okkur tónleika, eftir kaffið í safnaðarheimilinu, kl. 17.
Dagskráin er fjölbreytt með ljúfri og hátíðlegri jólatónlist, og góðum hugleiðingum og jólasögu.
Að lokinni dagskrá verður heitt kakó, kaffi og heimabakað jólabakkelsi í boði í safnaðarheimili kirkjunnar.
Hlý og kærleiksrík aðventustemning fyrir alla.
Fram koma:
Umbra Ensemble
Ískórinn undir stjórn Ketil Grøtting
Barnakórinn Litla Laffí
Ungleiðtogarnir sjá um sunnudagaskólann
UMBRA var stofnuð haustið 2014 og er skipuð fjórum atvinnutónlistarkonum;
Alexöndru Kjeld(bassi, söngur, langspil), Arngerði Maríu Árnadóttur (keltnesk harpa, orgel, söngur), Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur (fiðla, söngur, slagverk) og Lilju Dögg Gunnarsdóttur (söngur, flautur, slagverk).
Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs. Þær hafa einnig frumflutt verk eftir tónskáldin Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Finn Karlsson sem samin fyrir hópinn. Umbra hefur haldið reglulega tónleika víðsvegar, jafnt heima sem erlendis.