fbpx

Að sá fræjunum – Sabína Steinunn

Event details

  • Þriðjudagur | 4. maí 2021
  • 20:30
Að sá fræjunum 😉
Að fá tækifæri til að læra og leika í náttúrunni í samneyti við forráðamenn er gulls ígildi fyrir barn.
Hvað getur þú gert til að hvetja til hreyfináms í náttúrunni – og hvað getur þú gert til að hafa jákvæð áhrif á skynþroska barnsins með aðstoð náttúrunnar?
Mig langar að svara þessum spurningum með ykkur og hvetja ykkur til að sá fræjum snemma því framtíðin er í náttúrunni. Hlakka til 😉
Hjartans kveðja, Sabína
Sabína Steinunn lauk Med-gráðu í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands árið 2010 og BS gráðu í sama fagi árið 2002. Hún var einnig nemandi við Íþróttaháskólann í Osló að BS náminu loknu þar sem hún stundaði nám í kennslu yngri barna og barna með ólíkar þarfir.
Sabína gaf út sína fyrstu bók árið 2013 sem ber heitið Færni til framtíðar, handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Bókin hefur verið þýdd að hluta til á norsku á vegum Norsku lýðheilsustofnunarinnar og ber heitið Fysisk aktivitet i urbane miljø.
Árið 2016 kom út bók eftir Sabínu á vegum Menntamálstofnunnar sem ber heitir Leikgleði – 50 leikir.
Sabína á lítið fyrirtæki sem var stofnað í kjölfarið á útkomu fyrstu bókar hennar árið 2013 sem heitir Færni til framtíðar og sérhæfir sig í hreyfifærni barna, með áherslu á útiveru og náttúruna.
Meeting ID: 862 6373 4787