Event details
- Föstudagur | 19. mars 2021
- 21:00
Svavar Knútur verður með tónleika beint úr stofunni á Zoom, föstudaginn 19.mars kl. 21.
Svavar Knútur söngvaskáld hefur undanfarin ár skapað sér sess meðal fremstu söngvara og lagahöfunda Íslands. Með einlægni og einfaldleika að vopni hefur Svavar Knútur náð að skapa sér sérstöðu jafnt fyrir frumsamin lög sín og túlkun á sígildum íslenskum sönglögum.
Svavar Knútur er þekktur fyrir að blanda saman húmor og alvarlegum málefnum, að draga áhorfendur sína gegnum hláturrokur og táradali, með kærleikann og gleðina sem endastöð.
Svavar hefur þegar gefið út fimm sólóplötur og tvær dúettaplötur með Kristjönu Stefáns. Þá hefur hann komið fram á fjölda annarra platna með listafólki um allan heim.
Svavar hyggst koma í tónleikaferð til Noregs um leið og tækifæri gefst og fagnar hverjum þeim sem langar að hjálpa við að undirbúa slíka svaðilför.
Verið öll hjartanlega velkomin á þessa ljúfu og lifandi kvöldstund.
Einnig er hægt að fara inn á zoom.us velja þar ,,Join meeting“ og slá inn eftirfarandi 11 talna kóða (Meeting ID )
Meeting ID: 894 5916 8987
Ekki hika við að hafa samband ef þið viljið fá aðstoð við að tengjast zoom. (berglind@kirkjan.no / 95867739 )