fbpx

Fauré Requiem – Tónleikar með Laffí Vokalensemble

Event details

  • Laugardagur | 23. október 2021
  • 19:00
Söngflokkurinn Laffi heldur tónleika með strengjasveit, orgeli, íslenskum barnakór og barítón einsöngvaranum Carl-Christian Kure, laugardaginn 23. október næstkomandi.
Efnisskráin er glæsileg og inniheldur íslenskar kórperlur og dásamlega sálumessu eftir Gabriel Fauré.
Sálumessur eru oft fluttar á þessum tíma árs, eða í kringum allraheilagra messu. Sálumessa þessi var samin árið 1890 og sagan segir að hún hafi verið skrifuð fyrir ungmennakór sem Fauré stjórnaði á þessum tíma, engar heimildir eru þó fyrir þessu.
Messan fjallar um hvíld og hin eilífa frið og er ósköp ljúf þar sem þyngri messuliðum eins og trúarjátningunni er sleppt.
Tónleikarnir í heild eru tæpur klukkutími.
Eftir tónleikana verður notaleg stemning í hliðarsal kirkjunnar þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur gegn frjálsum framlögum til styrktar Ólafíusjóði sem er hjálparsjóður bágstaddra Íslendinga i Noregi.
Sjóðurinn er nefndur í höfuðið á og til heiðurs Ólafíu Jóhannesdóttur sem var brautryðjandi í hjálparstarfi á sínum tíma og mikilvæg kona í sögu Oslóar og hjálpaði fólki á götum borgarinnar.
Þess má einnig geta að kórinn er einnig nefndur í höfuðið á þessari merku konu en hún var köllum Laffí af mörgum sem til hennar þekktu.
Miðasala fer fram á netinu og við innganginn.
Tónleikarnir eru styrktir af  Koralliansen og Íslenska söfnuðinum í Noregi.