fbpx

Meðvirkni og hlutverk í vanvirkum fjölskylduaðstæðum – Valdimar Þór Svavarsson

Event details

  • Fimmtudagur | 3. júní 2021
  • 20:30

ATH!! Ný dagsetning 3.júní kl. 20.30

Við höfum ákveðið að fresta fyrirlestrinum með Valdimar um meðvirkni til 3.júní.
Við vonum svo sannarlega að þið eigið gott og spennandi Júróvisjón kvöld núna á fimmtudaginn þegar Daði og Gagnamagnið stíga á svið í seinni undankeppninni og svo sjáumst við eftir tvær vikur á Zoom.
Fyrir áhugasama þá setjum við með hér hlekk á viðtal, þar sem Valdimar ræddi um meðvirkni og áfallavinnu í útvarpsþættinum Mannlegi þátturinn í umsjón Guðrúnar Gunnarsdóttur og Gunnars Hanssonar

Meðvirkni er alvarlegt vandamál sem snertir flestalla strengi lífs þeirra sem við hana etja. Hún er falin, sorgleg, öflug, lamandi, eyðandi og vekur upp fjölmargar vondar tilfinningar innra með okkur.

Hugtakið meðvirkni er mikið notað og áhugi fyrir því hefur líklega aldrei verið meiri. Þó svo að margir telji sig vita hverjar birtingamyndir meðvirkni geta verið þá vita fáir hver raunveruleg orsök hennar er og hvað hún hefur mikil áhrif á öll okkar sambönd, samskipti og líðan.

Á þessum fyrirlestri verður fjallað um grunnþætti meðvirkninnar og hvernig hún tengist áföllum sem við verðum fyrir í uppvextinum sem kalla mætti áföll í samskiptum.
Sérstaklega verður fjallað um tengslin á milli þessara þátta og þekktra hlutverka sem þróast í slíkum aðstæðum, hlutverk sem geta fylgt okkur alla ævi ef ekkert er að gert.

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson meðferðaraðili og framkvæmdastjóri Samhjálpar. Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf, ACC vottaður markþjálfi ásamt því að vera sérmenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem fjalla um meðvirkni og áföll á uppvaxtarárum. Valdimar hefur starfað til fjölda ára við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum og haldið tugi námskeiða og fyrirlestra um meðvirkni og áföll.

Meeting ID: 857 6178 9250