Event details
- Sunnudagur | 18. apríl 2021
- 20:00
Ert þú leiðtogaefni?
Langar þig að taka þátt í að efla íslenskt barna- og ungmennastarf í Noregi?
Nú býður íslenski söfnuðurinn upp á leiðtoganámskeið á netinu fyrir þau sem langar að koma af stað hópastarfi fyrir íslensk börn og fjölskyldur þeirra í sínum heimabæ.
Það hafa allir eitthvað fram að færa og þú getur verið með.
Rebekka æskulýðsfulltrúi og Guðjón Andri Reynisson Rabbevåg sjá um námskeiðið. Þau hafa bæði komið að æskulýðsstarfi í mörg ár og Guðjón hefur haldið námskeið fyrir bæði nýja og þaulreynda leiðtoga, hér eru ungir sem aldnir velkomnir.
Námskeiðið gefur fólki færi á að vera með hvar sem þau búa og viljum við hvetja þá sem búa á svæðum þar sem ekki er til staðar virkt æskulýðsstarf sérstaklega til að kynna sér þetta tækifæri. Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað!
Námskeiðið gefur fólki færi á að vera með hvar sem þau búa og viljum við hvetja þá sem búa á svæðum þar sem ekki er til staðar virkt æskulýðsstarf sérstaklega til að kynna sér þetta tækifæri. Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað!
Námskeiðið samanstendur af fjórum Zoom-stundum og svo vonumst við til að geta hist eina helgi í haust til að rifja upp og kynnast betur.
Námskeiðið fer fram á Zoom á Sunnudögum kl 20-21
18. apríl
25. apríl
2.maí
9.maí
18. apríl
25. apríl
2.maí
9.maí
Einnig er hægt að fara inn á zoom.us og slá inn Meeting ID: 840 2353 2494