fbpx

Margt býr í myrkrinu: Íslenskar draugasögur

Event details

  • Fimmtudagur | 11. mars 2021
  • 20:30

 

Stundum er sagt að margt búi í myrkrinu. Núna getum við varla ímyndað okkur hvernig lífið var í torfbæjunum áður en rafmagnið kom til. Dimmt var í húsum, öll lýsing af skornum skammti og skrítin hljóð heyrðust utan úr myrkrinu.

Í íslenskri þjóðtrú er ógrynni til af draugasögum. Sögurnar segja meðal annars frá uppvakningum og afturgöngum, útburðum og ættarfylgjum. Hefnd, ást og ótti eru oft helsti drifkraftur þeirra. Mikið af íslensku draugasögunum eru skemmtisögur, sagðar til að vekja hroll og skapa spennu en það er samt sem áður alveg öruggt að það hefur lengi verið mjög grunnt á draugatrú á Íslandi. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvað þessar sögur geta sagt okkur um íslenskt samfélag á þeim tíma sem sögurnar voru sagðar.

Í þessu erindi mund Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segja frá draugum í íslenskri þjóðtrú og kenna hvernig má þekkja drauga á förnum vegi, listina að vekja upp draug og hvernig má losna undan ofsóknum þeirra samkvæmt þjóðsögunum.

Öll velkomin, sem þora!

Skráning á palina@kirkjan.no

Slóðin á fundinn er hér.

Meeting ID: 891 5231 2744