• jún2021

    Takið frá ,,verslunarmannahelgina“ 30.júlí – 1.ágúst 2021. Við ætlum að endurtaka fjörið frá því í fyrra sem heppnaðist frábærlega og margir sem skemmtu sér vel. Nánari upplýsingar væntanlegar. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.!

  • Góði Guð, öll fegurð, gleði og yndisauki lífsins er bros frá þér. Láttu aðra sjá hjá mér, lífsmark frá þér. -Bænabók barnanna.  

  • Eftir langþráða bið hittist hraustur hópur í gærkvöldi í núvitundargöngu hringinn í kringum Maridalsvatnið. Sólin hlýjaði mannskapnum allan tímann og stoppað var með reglulegu millibili fyrir núvitundaræfingar sem leiddar voru af Sr. Ingu. Virkilega notaleg stund í náttúrunni. Við leyfum myndunum frá Maridalen að tala sínu máli

  • maí2021

    Vor Regndropar hanga á snúrunni og glitra eins og demantar. Páskaliljurnar reisa döggvot höfuð sín móti birtunnu. Hlý morgunsólin strýkur allt mjúkum fingrum og þerrar tárin. Nýr og hreinn heimur fagnar með klukknahljómi upprisu lífsins. -Vilborg Dagbjartsdóttir

  • Elskandi Guð Frammi fyrir stríði, ofbeldi og árásum í heiminum okkar stöndum við varnarlaus, reið og sorgmædd. Hugur okkar er hjá systrum okkar og bræðrum sem búa við illsku og hatur, lífshættu og ótta, sársauka og þjáningu. Vanmáttug gagnvart miskunnarleysi manneskjunnar biðjum við þinn friðaranda að koma með mildi og...

  • Fyrir páskana var efnt til teiknisamkeppni og var börnum á öllum aldri boðið að taka þátt. Myndefnið átti að tengjast páskum og bárust fjölmargar myndir af litríkum páskaeggjum, hérum, túlípönum, páskakanínum og kærleiksveru. Það má með sanni segja að ekki skortir hugmyndaauð og sköpunarkraftinn í krakkana okkar.   Veitt voru...