Aðalfundur 2.apríl 2022

Aðalfundur ársins fór fram í Nordberg kirkju laugardaginn 2. apríl að lokinni messu þar sem sr Inga Harðardóttir þjónaði fyrir altari og Ískórinn söng undir stjórn Birgit Djupedal. Steinunn Þórðardóttir var fundarstjóri og Björn Hallbeck ritari. Elín Soffía Pilkington, formaður flutti skýrslu stjórnar, sr Inga Harðardóttir og Pálína Ósk Hraundal...

Continue reading

Fundarboð: Aðalfundur Íslensku kirkjunnar í Noregi, laugardaginn 2. apríl 2022 klukkan 14:00

Íslenska kirkjan í Noregi boðar til aðalfundar laugardaginn 2. apríl 2022 kl. 14:00. í safnaðarheimili Nordberg kirkju. Á undan aðalfundi verður guðþjónusta í Nordberg kirkju sem hefst kl. 13. Óskað er eftir framboðum í aðalstjórn. Áhugasamir hafi samband við skrifstofustjóra Ólafíustofu Berglind Gunnarsdóttir á netfangið kjornefnd@kirkjan.no Ársskýrslu safnaðarins fyrir árið...

Continue reading

Andlát

Andlát Osvald Heinrich Kratsch lést miðvikudaginn 23. febrúar 2022 á hjúkrunarheimilinu Heradsbygda omsorgssenter eftir stutt veikindi. Osvald fæddist 16. maí árið 1925 í Reykjavík og lést því saddur lífdaga 96 ára gamall. Osvald var um langt skeið öflugur liðsmaður í Íslendingafélaginu í Osló og safnaðarstarfi Íslenska safnaðarins í Noregi. Hann...

Continue reading

Árið 2021

Á þessum síðasta degi jóla langar okkur að deila með ykkur þessu skemmtilega myndbandi þar sem sjá má sýnishorn úr starfinu á liðnu ári. Það gefur okkur sjálfum mikið að sjá þessa samantekt til að átta okkur betur á því að í öllu covidfárinu, sem virðist brengla tímaskynið að einhverju...

Continue reading

Helgistund á jólum

Gleðileg jól! Jólahelgistundin okkar var tekin upp í Sænsku Margaretakirkjunni í Osló þegar ljóst var að helgihald myndi falla niður um jólin. Íris Björk Gunnarsdóttir syngur, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Ólína Ákadóttir leikur á flygilinn. Sr. Inga Harðardóttir les jólaguðspjallið og flytur hugleiðingu. Við vonum að þið mætið...

Continue reading