fbpx

Vilt þú vera í stjórn Íslensku kirkjunnar í Noregi ?

Hefur þú áhuga á félagsstörfum og langar þig til að hafa áhrif á samfélag Íslendinga um allan Noreg? Viltu taka þátt í metnaðarfullu og kraftmiklu starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi?

Íslenska kirkjan í Noregi auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í stjórn safnaðarins.

Ef þetta er eitthvað fyrir þig hafðu samband við kjörnefnd (Margrét: sími 99724920) eða skrifstofu safnaðarins í síma 22 36 01 40.