fbpx

Aðalfundur Íslensku kirkjunnar í Noregi – fundarboð

Íslenska kirkjan í Noregi í Noregi boðar til aðalfundar laugardaginn 22. mars, 2025, kl. 15.15 í safnaðarheimili Bøler kirkju í Osló.

Fundurinn hefst eftir guðsþjónustu og kirkjukaffi sem einnig verður í salnum.

Við bjóðum ykkur öll velkomin að vera áfram eftir messu og kynna ykkur hvernig starfið gengur fyrir sig.

Samhliða aðalfundi verður aðalfundur Ólafíusjóðs haldinn

Kjörnefnd óskar eftir framboðum í aðalstjórn en tvö sæti eru laus í stjórn.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við kjörnefnd ( kjornefnd@kirkjan.no ) eða sóknarprest Ingu Harðardóttir.

Aðalfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.

Aðalfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.

Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.