Á sunnudaginn heiðruðum við Guðbjörgu Magnúsdóttur tónlistarkonu með glæsilegum minningartónleikum í Bøler kirkju
Guðbjörg sat nokkur ár í stjórn Ólafíusjóðs og var sjóðurinn henni afar hugleikinn. Hún lagði sitt af mörkum til þess að safna fjármagni fyrir styrktarsjóðinn, fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi.
Guðbjörg féll frá í september 2023 eftir stutta baráttu við krabbamein.
Á tónleikunum komu fram Guðrún Árný Karlsdóttir, Jónína Aradóttir, Inga Þyri Þórðardóttir og Beatur, Guro Høimyr og dætur Guðbjargar þær Birta, Bryndís og Sigrún Lilja Kristjánsdætur.
Allir sem fram komu gáfu vinnu sína við tónleikana til styrktar sjóðnum.
Við þökkum öllum þeim frábæru listamönnum sem komu fram, Íslendingafélaginu fyrir glæsilegt hátíðarhlaðborð og öllum sem komu og tóku þátt í þessu dásamlega verkefni með okkur.
Ef þú hefur áhuga á því að styrkja Ólafíusjóð sem er hjálparsjóður fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi þá er hægt að leggja frjáls framlög inn á Ólafíusjóð.
Reikningsnúmer: 1506 30 91135
Vipps: 580447



