September var skemmtilegur í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi. Það sem einkenndi mánuðinn voru ferðalög og starfsemi um víðan völl. Það voru haldnar hausthátíðir í Ósló, Sandefjord og Kristiansand. Sólin lét sjá sig á öllum áfangastöðunum og því yndislegt að bjóða upp á skapandi smiðjur bæði úti og inni.
Barnakórinn Litla Laffí fór vel af stað og var boðið upp á æfingar bæði á Sognsvann í Ósló og í Ólafíustofu.
Gæðastundir fóru í hina árlegu haustferð. Förinni var heitið að þessu sinni í Kistefos og Hadeland. Dásamlegur og sólríkur dagur.
Fermingarferðalagið til Svíþjóðar var á sínum stað. Brosandi andlit lögðu af stað á föstudeginum og komu fermingarbörnin þreytt og sæl tilbaka á sunnudeginum. Í Svíþjóð hittum við íslensk fermingarbörn frá Svíþjóð og Danmörku. Þar verða til frábær vináttutengsl og innihaldsrík fermingarfræðsla fer fram alla helgina. Við förum aftur til Svþjóðar í vor enn þess á milli sækja fermingarbörnin fermingarfræðsluna á netinu.
Handavinnuhittingurinn var á sínum stað og krílasálmar. Nú eru margir nýjir að koma inn í krílasálmana hjá okkur sem við bjóðum hjartanlega velkomin öll.
Hjartans þakkir fyrir dásamlegan haustmánuð.
Við erum þakklát fyrir þátttöku ykkar í starfinu allt árið um kring.