fbpx

Aðalfundur 2024 – breytingar í stjórn

Á aðalfundi Íslensku kirkjunnar í Noregi þann 17. mars síðastliðinn urðu eftirfarandi breytingar á stjórn.

Elín Soffía Pilkington lauk sínu 4 ára tímabili og sagði sæti sínu lausu, í hennar stað kom inn Sigrún Helga Hartmann sem setið hefur sem varamaður síðastliðið ár.

Katla Sveinbjörnsdóttir sem einnig hafði setið í fjögur ár endurnýjaði umboð sitt til stjórnasetu áfram. Hið sama gerði Kolbrún Rut Ragnarsdóttir sem setið hefur sem varamaður í 4 ár. Þá komu inn ný þau Jenný Rut Sigurgeirsdóttir og Þórður Reynisson sem varamenn stjórnar.

Stjórn kirkjunnar starfsárið 2024-2025 er þá skipuð sem hér stendur:

Hjörleifur Valsson – Fomaður

Guðjón Andri Rabbevaag Reynisson – varaformaður

Björn Hallbeck – Ritari

Katla Sveinbjörnsdóttir – gjaldkeri

Sigrún Helga Hartmann – meðstjórnandi

Varamenn 2024-2025 eru og munu taka sæti í þeirri röð sem þau eru rituð:

Kolbrún Rut Ragnardóttir

Jenný Rut Sigurgeirsdóttir

Þórður Reynisson

Við bjóðum nýja aðila sérstaklega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins á komandi ári.

Hér að neðan má sjá núverandi stjórn ásamt varamönnum Kolbrún og Þórði, á myndina vantar Jenný Rut sem tók þátt á fundinum í gegnum netið.

Frá Vinstri talið: Björn Hallbeck, Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson, Hjörleifur Valsson, Katla Sveinbjörnsdóttir, Sigrún Helga Hartmann, Kolbrún Rut og Þórður Reynisson.