-Tillögur til breytinga á starfsreglum stjórnar Ólafíusjóðs
Aðalfundur Ólafíusjóð verður haldinn samhliða aðalfundi kirkjunnar þann 17. mars í Bøler kirkju. Dagskrá fundarins er í samræmi við lög sjóðsins.
Hér er að finna skýrslu Ólafíusjóðs fyrir árið 2023
Stjórn Ólafíusjóðs leggur til eftirfarandi breytingar á Starfsreglum stjórnar Ólafíusjóðs:
- Breytingartillaga á 1. grein starfsreglanna er efnislegs eðlis. Greinin fjallar meðal annars um verkefni prestsins í stjórninni. Stjórnin sér ekki ástæðu til þess að prestur skrifi allar fundargerðir og leggur til að greinin verði svohljóðandi:
- gr.
Stjórn samanstendur af fimm einstaklingum, formanni sem skipaður er af stjórn Íslensku Kirkjunnar í Noregi, varaformanni, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Prestur er svo starfsmaður sjóðsins. Ákveðið er á hverjum fundi hver skrifi fundargerð.
- Breytingartillaga á 4. grein starfsreglanna varðar orðalag greinarinnar. Stjórnin leggur til að orðinu ákveður verði skipt út med samþykkir greinin verði svohljóðandi:
4. gr.
Aðalfundur hvers árs samþykkir starfsreglur og úthlutunarreglur.
- Breytingartillaga á 8. grein starfsreglanna varðar inntak reglanna. Greinin snýr að úthlutun og sagt er til um inntak greinarinnar í Úthlutunarreglum Ólafíusjóðs. Til að hafa skýran greinarmun á úthlutunarreglum og starfsreglum leggur stjórnin til að greinin verði svohljóðandi:
8.gr.
Við úthlutun styrks er farið eftir Úthlutunarreglum Ólafíusjóðs.
- Breytingartillaga á 10. grein starfsregla Ólafíusjóðs varðar orðalag. Í greininni er notað orðið reikningar. Við afgreiðslu umsókna er umsóknin lögð fram ásamt upplýsingum um mögulegar fyrri úthlutanir, engir reikningar fylgja með umsóknum. Því leggur stjórn fram að greinin verði svohljóðandi:
10. gr.
Allar umsóknir sem koma inn og þær sem eru afgreiddar skal leggja fram á næsta stjórnarfundi til kynningar.
Í viðbót við þessar breytingar leggur stjórnin til að nýtt nafn Íslensku kirkjunnar verði fellt inn í allar þær greinar og lög sem gamla nafnið, Íslenski söfnuðurinn í Noregi, kemur fram í.