fbpx

Tillaga að lagabreytingum Íslensku kirkjunnar í Noregi.

Hér undir gefur að líta tillögu stjórnar Íslensku kirkjunnar í Noregi að lagabreytingum sem stjórn hyggst leggja fyrir aðalfund 17. mars næstkomandi. Því miður láðist að birta tillögurnar í tæka tíð líkt og tekið er fram í 6.gr laganna að breytingartillögur skulu liggja frammi og vera aðgengilegar
safnaðarmeðlimum eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalsafnaðarfund. Stjórn mun þó eigi síður birta hér sínar tillögur þar sem þær eru að mestu leyti uppfærsla á orðalagi í samræmi við áður samþykkta nafnabreytingu og svo er lögð hér fram tillaga um að launa stjórnarmanna verði hér eftir lögð fyrir aðalfund til samþykktar. Aðra breytingar má lesa hér í skjölunum sem fylgja hér undir.

Stjórn hefur lagt sig fram við að setja þessar breytingar fram á sem skýrastan hátt með því að lita breytingarnar eftir því af hvaða tagi þær eru. Grænt er þá tillaga stjórnar, rautt það sem fellur út og blátt er það sem er orðalagsbreyting vegnar nafnabreytingar úr Íslenska söfnuðinum í Noregi í Íslenska kirkjan í Noregi.

Stjórn hyggst leggja þá ósk fyrir fundinn hvort gera megi undantekningu á þessari kröfu um 4 vikna birtingartíma og með því sé hægt að leggja þessar breytingartillögur fyrir fundinn.

Við hvetjum fólk til að kynna sér þessar breytingar vel og ekki hika við að hafa samband við stjórn vakni einhverjar spurningar hvað þetta varðar.

Hægt er að hafa samband á stjorn@kirkjan.no.

Hér gefur annars vegar að líta skjal með breytingartillögum eftir lit og undir er svo skjal þar sem sjá má hvernig lögin myndu líta út í heild ef allar breytingartillögur yrðu samþykktar. Lögin í heild sinni eins og þau líta út í dag má finna hér á heimasíðunni undir >Söfnuðurinn > Lög og samþykktir.