Í dag 10. október er Alþjóðadagur andlegrar heilsu og öll höfum við andlega heilsu og öll höfum við þörf fyrir að tilheyra.
Að tilheyra er kannski ein af grunnþörfum okkar og þó við hugsum kannski ekki um það á hverju degi og tökum því kannski sem sjálfögðum hlut að þá getur sú þörf að tilheyra verið jafn mikilvæg og að fá mat á borðið og að eiga þak yfir höfuðið.Það að fá ekki grunnþörfum sínum fullnægt getur valdið töluverðri vanlíðan, við getum orðið óörugg og fyllst vanmætti.
Í Noregi er talið að hver fimmta manneskja hafi fáa eða engan að halla sér að þegar erfiðleikar steðja að og enn fleiri séu einmana nú en fyrir heimsfaraldurinn. Fyrir viðkvæma og jaðarsetta hópa er vandamálið ennþá stærra. Rannsóknir sýna að það að gera eitthvað sem skiptir máli með öðrum vinni gegn einmanaleika, hjálpi fólki að takast á við andlega byrði og eflir þá tilfinningu með fólki að það tilheyri.
Lítum upp og búum til pláss fyrir þá í kringum okkur, pössum upp á okkur sjálf og pössum upp á hvert annað. Við berum öll sömu ábyrgð.
Og mundu, það er alltaf einhver að tala við þegar þú þarft á því að halda.