fbpx

Skráning hafin í fermingarfræðslu vetrarins

Fermingarfræðslan hefst 12.september

Fermingarárið markar tímamót í lífinu og fermingin á sér stað á miklum breytingatíma í lífi ungrar manneskju.

Fermingarfræðslan býður upp á samtal um gildin í lífinu, hvað það er að vera almennileg manneskja og hvað trú og lífsviðhorf hafa til málanna að leggja.

Í fermingarfræðslunni er ekki lögð áhersla á utanbókarlærdóm heldur á það að unglingarnir fái tækifæri og stuðning til að hugsa sjálfstætt og leita svara við stóru spurningunum í lífinu, m.a. um Guð, lífið, eilífðina, æðruleysi og hvað við getum sjálf lagt af mörkum til eigin hamingju.

Í því samhengi kynnast fermingarbörnin trú og bæn, Biblíunni, starfi kirkjunnar og kærleiksboðskap Jesú Krists.

Skráningin fer fram á heimasíðu kirkjunnar á kirkjan.no.https://www.kirkjan.no/fermingar/