fbpx

Viltu tala?

Það getur verið huggun í því að vita að það er hjálp að fá í þessum heimi.

Og oft þurfum við á hjálp að halda við verkefnin okkar eða einhvern að tala við þegar við lendum í krefjandi aðstæðum.

Aðstoð við að sleppa takinu á erfiðum hugsunum sem leita á okkur, hjálp til að greiða úr flækjum og hugsa skýrar, hægja á.Það er auðvelt í aðstæðum eins og margir í Noregi eru í núna, þegar náttúran sýnir hversu megnug hún er, að finna til smæðar og þess að hafa kannski ekki stjórn á aðstæðum og þá getur verið gott að muna að það er hjálp á fá í þessum heimi.

Sum leita inn á við að hjálpinni og finna hana hjá sjálfu sér, önnur leita Guðs og finna þar sinn styrk og mörg getum við fundið frið og ró í því að tala. Tala við Guð, tala við hvert annað og tala við fagaðila.

Við hvetjum ykkur til þess að leita hjálpar þar sem það hentar.

Fyrir þá sem vilja tala við aðra minnum að það hægt að fá sálgæsluviðtal í Ólafíustofu eða í síma og svo má auðvitað alltaf hringja í okkur bara til að spjalla um hvað sem er. Hvort sem það eru hamfarirnar sem ganga núna yfir, aðstæður í eigin lífið eða til að tala um daginn og veginn… og blessað veðrið má alltaf spjalla um líka.

Síminn okkar í Ólafíustofu er 22 36 01 40 en einnig má senda línu á inga@kirkjan.no og óska eftir samtali.