fbpx

Sól í hjarta, sól í sinni, sól úti og inni :)

Þótt veðurspáin geri ráð fyrir nokkrum dropum um komandi helgi vitum við að það verður ekkert nema sól í hjarta og sól í sinni hjá þátttakendum í útilegunni okkar í Rokosjøen.

Við vonum auðvitað að helgin haldist þurr og mest af dagskránni geti farið fram utandyra, en ef ekki, þá er aðstaðan í Rokosjøen frábær og auðvelt að færa dagskrána inn í salinn.

Veður er bara hugarfar er stundum sagt og við erum sannfærð um að helgin verður dásamleg upplifun – sama hvort það verður glampandi sól eða ausandi rigning!