fbpx

Útilegufjör með leiðtogunum

Fullt af skemmtilegri dagskrá fyrir börn og unglinga verða í boði í útilegunni í Rokosjøen.

Á laugardagsmorgninum geta þau t.d. valið hvort þau vilja smella sér í leiklistarsmiðju eða tónlistarsmiðju, en báðir hóparnir sýna afraksturinn á kvöldvökunni um kvöldið

. Lagt er upp úr skapandi nálgun og þátttöku allra í hópnum með gleði og passlegum kjánalátum.Vera, Illugi, Natalía og Birgir sjá leiklistrasmiðjuna.

Þau hafa mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum og kunna alls konar skemmtilega leiklistarleiki og kvöldvökuglens. Hlátrasköllin munu heyrast langar leiðir úr þessari smiðju!

Orri og Ísleifur leiða tónlistarsmiðjuna. Þeir sjást oft með gítar í hönd en látið það ekki blekkja ykkur! Það leika öll hljóðfæri í höndunum á þessum hæfileikabúntum svo það verður gaman að leika sér í tónlistarsmiðju hjá þessum eðaldrengjum!

Við erum svo ótrúlega stolt af leiðtogunum okkar og látum nokkrar myndir af þeim fylgja með ❤