fbpx

Sumardagurinn fyrsti í Ólafíustofu

Það var mikið sumar í loftinu á sumardaginn fyrsta í Ólafíustofu.

Hitamælirinn sýndi 18 gráður, Elín frá Handavinnupoddið drakk með okkur morgunbollann með útsaumuð blóm eftir hana sjálfa á jakkanum sínum ✨🌸✨ Svo sumarlegt og fallegt.

Elín ætlar að kenna handavinnuhópnum makramé fyrir sumarið sem við auglýsum betur síðar 🌿

Einar húsvörður var að gera klárt úti fyrir heitari tíð og Ólafíustofa var iðandi af lífi og gleði í bumbu- og krílakaffi dagsins.

Þess má geta að yngsti gestur dagsins var Ingrid 4. vikna 🥰. Yndislegur dagur ❤️