Sigrún Helga Hartmann var kosin inn í varastjórn Íslensku kirkjunnar í Noregi á aðalfundinum í dag.
Sigrún er með B.Sc. í viðskiptafræði, M.sc. í Alþjóðaviðskiptum auk þess að hafa lokið námi í verkefnastjórnun.
Hún starfar sem ráðgjafi hjá Skatteetaten.
Sigrún er Ísfirðingur sem er búsett í Nannestad með fjölskyldunni
Það er mikill fengur fyrir kirkjuna að fá að njóta krafta og reynslu Sigrúnar
Við óskum Sigrúnu til hamingju með kjörið og óskum henni velfarnaðar í varastjórn.