Pálína og Vera tóku vel á móti unglingunum í kvöld í Ólafíustofu
Ljósmyndaráð frá Pálínu og fræðsla um TikTok hjá Veru sem er með yfir 100.000 fylgjendur á þeim miðli.
Vera sagði okkur sögu sína og hvernig hún skapaði sitt umhverfi á TikTok í Covid. Einnig töluðum við um hvað þarf að varast og gæta sín á þegar við póstum á netið.
Við enduðum á því að mála saman út frá ljósmyndunum. Þau voru ekki lengi að mála dásamleg verk! Þvílikir snillingar!
Er unglingur heima sem er 12 ára og eldri ?
Endilega skoðið þessa hittinga. Þeir eru uppbyggilegir, fræðandi og íslensk vinátta verður til í vönduðu umhverfi.
Svo er tilvalið fyrir foreldrana sem vilja fylgja krökkunum að skella sér saman á kaffihús á meðan.
Velkomin