fbpx

Nýr formaður Íslendingafélagsins í Osló

Eyja Líf Sævarsdóttir var kosin formaður Íslendingafélagsins í Osló á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Ólafíustofu í gær.

Eyja Líf tekur við keflinu af Eyjólfi Magnússyni.

Íslenska kirkjan er í góðu samstarfi við öll félögin um land allt. Samstarfsverkefnin varða t.d. kirkjukaffi, 17.júní hátíðarhöld og jólahátíðirnar.

Við erum þakklát fyrir þetta samstarf og spennt að halda því áfram.

Að lokum viljum við þakka Eyjólfi innilega fyrir gott samstarf og óskum Eyju Líf til hamingju með formannskjörið.

Ljósmynd: Myriam Marti Guðmundsdóttir ✨

Eyja Líf Sævarsdóttir

Að neðan má sjá nýja stjórn félagsins sem samanstendur af: (Frá vinstri) Kristín Ásta, Freydís, Myriam, Eyja Líf, Valdimar Örn, Rósa Dröfn, Sigurður og Sturla.