Það iðar allt af lífi í kirkjustarfinu um land allt og við brosum allan hringinn yfir því að geta deilt svona jákvæðum fréttum með ykkur frá skemmtilegum samverustundum Íslensku kirkjunnar i Noregi
Vel mætt á páskaföndrið í Sandefjord í dag þar sem þau Margrét Ólöf og Grètar tóku brosandi á móti öllum
Þau eru orðin mörgum kunnug enda staðið staðföst vaktina í yfir áratug hjá okkur
Þau komu brunandi með páskaföndur frá Kristiansand svo litlu föndurmeistararnir í Sandefjord gætu föndrað litla fallega páskaunga, málað egg og teiknað dásamlegar páskateikningar
Myndirnar segja meira en 1000 orð og eru að sjálfsögðu allar birtar með leyfi