fbpx

Íris Björk

Það eru margar jákvæðar fréttir af hæfileikaríkum Íslendingum í Noregi og hún Íris Björk barnakórstjóri er þar engin undantekning.

Íris Björk lék tiltilhlutverkið í útskriftarsýningunni sinni La finta giardiniera eftir Mozart í norsku óperunni nú á dögunum.

Þrátt fyrir miklar annir þá gefur hún sér tíma ásamt Rebekku Ingibjartsdóttir fyrir barnakórinn okkar Litla Laffí.

En það má með sanni segja að það sé hugarverkefni þeirra beggja.

Næsta æfing er þann 19.mars en þá verður upptaka á laginu Lóan er komin.

Öll börn á aldrinum 3 ára og upp úr eru velkomin ❤️

Það er einnig velkomið að koma á æfingu án þess að vera með í upptökunni ❤️

Frábær leið til að öðlast ennþá betri færni í íslensku 🥰

📸 Erik Maxim.