fbpx

Takk fyrir komuna elsku Gæðavinir

Takk fyrir komuna í Gæðastundir í gær kæru vinir.

Fyrir ykkur sem þekkið ekki til Gæðastunda þá eru þessar stundir að jafnaði einu sinni í mánuði, á fimmtudögum kl. 12 í Ólafíustofu.

Hér er hægt að koma saman og eiga notalega stund í uppbyggilegu samfélagi.

Hittingarnir eru afslappaðir og mjög fjölbreyttir. Síðast en ekki síst er þetta gott tækifæri til að spjalla saman á okkar íslenska ylhýra og njóta samveru í góðum hópi.

Verið velkomin næst þann 13.apríl í Ólafíustofu.